sérhæfing

þjónusta

Almenn lögfræðiþjónusta. Fjárhagsleg ráðgjöf og endurskipulagning skuldamála s.s. samningar við kröfuhafa, greiðslustöðvum, nauðasamningar, gjaldþrotaskipti. Sifjamál, hjónaskilnaðir, fjárhagsslit hjóna. Erfðaskrár og kaupmálar. Fasteignaviðskipti, kaupsamningar, gallamál.  Stofnun einkahlutafélaga, skattaráðgjöf.

Byggingaverkefni á Tenerife

Þekking og viðskiptasambönd. Á Tenerife eru góð fjárfestingatækifæri varðandi kaup á lóðum og íbúðarhúsnæði. Mikil gerjun er að eiga sér stað á markaðnum. Vöntun á nýju húsnæði og framboðs skortur á íbúðum með 3 svefnherbergjum eða fleirum. Skortur á vel staðsettum lóðum og lóðarverð hátt. Leyfismál eru tiltölulega flókin og mikilvægt að undirbúa kaup/sölu/uppbyggingu á vandaðan og traustan hátt. Undirritaður hefur góð sambönd við lögmannsstofur, fasteignasölur, fjármálastofnanir og byggingaaðila.

Almenn fasteignaviðskipti á Tenerife

Ráðgjöf varðandi kaup og sölu á fasteignum á Tenerife og Kanarí eyjum. Aðstoð við fasteignakaup, áreiðanleikakönnun, samninga við fasteignasala og lögmenn. Ráðgjöf varðandi veðlán og útvegun lána og samskipti við fjármálastofnanir og útvegum gagna o.s.frv. Einnig ráðgjöf varðand útleigu fasteigna sem er afar vandasamt og mikilvægt ferli vegna sérreglna um rétt leigutaka.

þjónusta